ADVFN Logo ADVFN

We could not find any results for:
Make sure your spelling is correct or try broadening your search.

Trending Now

Toplists

It looks like you aren't logged in.
Click the button below to log in and view your recent history.

Hot Features

Registration Strip Icon for discussion Register to chat with like-minded investors on our interactive forums.

49IP Landsbanki.6.25

0.00
0.00 (0.00%)
Last Updated: -
Delayed by 15 minutes
Name Symbol Market Type
Landsbanki.6.25 LSE:49IP London Medium Term Loan
  Price Change % Change Price Bid Price Offer Price High Price Low Price Open Price Traded Last Trade
  0.00 0.00% 0 -

Afkoma Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins 2008

29/07/2008 8:02am

UK Regulatory


    Afkoma Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins 2008
             



Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Landsbanka Íslands hf. fyrir
fyrstu sex mánuði ársins 2008:


*           Hagnaður fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2008
  nam 31,1 milljarði króna (EUR 285m). Hagnaður eftir skatta var 29,5
  milljarðar króna (EUR 270m).
*           Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 35%.
   Eiginfjárhlutfall (CAD) var 10,3% í lok júní 2008.
*           Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur)
  námu 58 milljörðum króna (EUR 531m)  og hafa aukist um 32% miðað
  við fyrstu sex mánuði ársins 2007.
*           Grunntekjur af erlendri starfsemi námu 33,9 milljörðum
  (EUR 310m) króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 eða 59% af
  grunntekjum samstæðunnar.
*           Gengismunur og fjárfestingatekjur námu 19,8 milljörðum
  króna (EUR 181m) samanborið við 14,8 milljarða króna á fyrstu sex
  mánuðum ársins 2007.
*           Heildareignir bankans námu 3.970 milljarði króna (EUR
  31,9bn) króna í lok júní 2008 í samanburði við 3.058 milljarða
  króna (EUR 33,4bn) í upphafi ársins.  Heildareignir í EUR hafa
  lækkað samkvæmt þessu um 4,4% á fyrri hluta ársins 2008.
*           Lausafjárstaða bankans hefur haldist sterk og var hún um
  7,8 milljarðar evra í lok júní 2008.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2008:

*           Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2008 nam 12,0
  milljörðum króna (EUR 101m).
*           Vaxtamunur annars ársfjórðungs nam 20,9 milljörðum króna
  (EUR 176m).
*           Hreinar þjónustutekjur voru 10,9 milljarðar króna (EUR
  92m) sem er sama fjárhæð og á fyrsta ársfjórðungi 2008.  Eru þetta
  tveir hæstu fjórðungar bankans frá upphafi hvað þjónustutekjur
  varðar.


Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri:

"Afkoma Landsbankans á fyrstu 6 mánuðum ársins er mjög góð. Þetta  er
mikilvægt,  ekki  síst  í   ljósi  erfiðra  aðstæðna  á   alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.  Grunntekjur samstæðunar hafa  aukist um 32%  miðað
við fyrstu sex mánuði ársins 2007.   Þá var arðsemi eigin fjár 35%  á
tímabilinu. Á öðrum  ársfjórðungi steig bankinn  stórt skref er  hann
hóf innlánastarfsemi á  meginlandi Evrópu  með því  að bjóða  Icesave
netreikninginn í Hollandi.  Fjöldi Icesave reikninga  í Bretlandi  og
Hollandi eru nú yfir  350.000 talsins og  yfir 50% af  heildarfjárhæð
Icesave innlánanna í Bretlandi er nú bundin. Bankinn mun halda  áfram
að styrkja hlutfall innlána í fjármögnun sinni en starfsemi Icesave í
Hollandi er bæði sveigjanleg og öflug sem auðveldar Landsbankanum  að
sækja inn á fleiri markaði Evrópu á næstu mánuðum."

Halldór J. Kristjánsson bankastjóri:

"Íslenska hagkerfið er nú að endurheimta jafnvægi aftur eftir  mikinn
og áralangan  vöxt. Þróunin  fyrri  hluta ársins  endurspeglar  þessa
breytingu,  sér   í   lagi   endurmat  á   krónunni   og   tímabundið
verðbólguskot. Þökk sé jákvæðum gjaldeyris- og  verðtryggingarjöfnuði
hefur   Landsbankanum    tekist    að   halda    neikvæðum    áhrifum
gengislækkunarinnar  á   eiginfjárhlutfall  og   efnahagsreikning   í
lágmarki. Íslensk heimili  eru að hluta  varin gegn  skammtímaáhrifum
verðbólgu þar  sem hefðbundin  húsnæðislán bera  fasta raunvexti.  Sú
staðreynd að útlánaaukning stærstu  íslensku bankanna hefur að  mestu
verið  til  erlendra  aðila,  eða  innlendra  fyrirtækja  með  umsvif
erlendis, hefur einnig dregið úr áhrifum veikingar krónunnar.

Í grunninn byggir íslenskt efnahagslíf á atvinnugreinum sem núverandi
niðursveifla hefur ekki neikvæð áhrif á, svo sem  matvælaframleiðslu,
tækni    og     náttúrvænni,    endurnýjanlegri     orku.     Nýlegar
stóriðjuframkvæmdir hafa aukið  framleiðslugetu í  útflutningsgreinum
sem auðveldar aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi. Aukin arðsemi af
nýtingu hinna  fjölmörgu  orkulinda  landsins mun  ýta  undir  beinar
erlendar fjárfestingar  í  orkufrekum iðnaði.  Aukin  orkuframleiðsla
getur  aukið  landsframleiðsluna  um  4%  sem  svarar  til  um   0,8%
hagvaxtarauka á ári næstu 5 árin."


Nánari upplýsingar veita bankastjórar Landsbankans:
Sigurjón Þ.  Árnason  í  síma  410-4009  /  898-0177  og  Halldór  J.
Kristjánsson í síma 410-4015 / 820-6399.


Kynningarfundur í Reykjavík 29. júlí
Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar
Landsbankans, munu  kynna afkomu bankans og svara fyrirspurnum.
Kynningarefni frá fundinum verður birt á sama tíma á vef
Landsbankans.

Tími: 8.30 ( 9.30 UK og 10.30 CET)
Staðsetning: Hilton Nordica Hotel
Skráning: Vinsamlegast skráið ykkur á afkomukynningu í Reykjavík hér:
http://www.landsbanki.is/skraning/6manadauppgjor2008

Kynningarfundur í London 29. júlí
Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson bankastjórar
Landsbankans, munu  kynna afkomu  bankans og svara fyrirspurnum. Hægt
verður að fylgjast með útsendingu af kynningunni á vef Landsbankans
www.landsbanki.com/ir en öll fundargögn verða birt þar á sama tíma.
Tími: 15:00 ( 16.00 UK og 17.00 CET)
Staðsetning: Beaufort House 15 St Botolph Street, London EC3A 7QR
Skráning: Vegna öryggisráðstafanna er nauðsynlegt að gestir skrái sig
á http://www.landsbanki.is/english/registration/q22008results
Útsending og símafundur
Þeir sem vilja fylgjast með fundinum í London geta séð kynninguna í
rauntíma á www.landsbanki.com/ir. Einnig verður hægt að hlusta á
fundinn símleiðis með því að hringja 10 mínútum fyrir fund í síma
+44 (0) 1452 569 103.
Fundargögn og upptaka
Hægt verður að nálgast fundargögn ásamt hljóð- og myndupptöku af
kynningunni á www.landsbanki.com/ir að fundi loknum.

Nánari upplýsingar gefur fjárfestatengill Landsbankans, Tinna Molphy,
í gegnum tölvupóst, ir@landsbanki.is, eða síma 410-7200 / 861-1440.




http://hugin.info/136348/R/1238858/265188.pdf

http://hugin.info/136348/R/1238858/265189.xls

http://hugin.info/136348/R/1238858/265191.pdf


1 Year Landsbanki.6.25 Chart

1 Year Landsbanki.6.25 Chart

1 Month Landsbanki.6.25 Chart

1 Month Landsbanki.6.25 Chart

Your Recent History

Delayed Upgrade Clock